Vinylskeri
Vinylskeri er einskonar plotter, tölvustýrður hnífur sem getur skorið í filmur.
Stundum er vinylskera líkt við prentara nema í stað þess að sprauta bleki þá er hníf stungið niður og allt sem hægt er að gera með dúkahníf í filmur er hægt að gera í vinylskera bara á mun nákvæmari hátt.
Vinylskeri Roland GX-24
Vinnuflötur: 600 mm x ótakmarkað (fer eftir lengd filmu)
Aðgengilegt á öllum stöðum
Roland GX-24 er vinylskeri og er í flestum Fab Lab smiðjum landsins.
Stærð flatar: 600 mm breidd * ótakmarkað eftir lengd filmu.
Breidd hönnunar má vera c.a. 580 mm.
Vinylskerinn er af sumum talin vanmetnasta tækið í Fab Lab smiðjunni en hann má nota á fjölbreyttan hátt til dæmis:
- Til að skera út límmmiða
- Skera út textílfilmur
- Skera út sveigjanlegar rafrásir
- Gera mynstur í yfirborð
- Skera út filmur fyrir silkiprentun
Hugbúnaður
- Inkscape er algengasti hönnunar hugbúnaðurinn til notkunar með vinylskeranum okkar.
- Einnig má notast við Slicer for Fusion360 til þess að umbreyta, þrívíddarskrám í tvívíðar til að skera út t.d. origami.
Skráarsnið
- Algengasta skráarsnið er .pdf og vektor skrár.
- Útskurður 0,02 mm rauðar vektor útlínur og engin fylling.
- Einnig má notast við .svg skrár
VINYLSKERI OG PRENTARI ROLAND
BN-20
Vinnuflötur: 515 mm x ótakmarkað (fer eftir lengd filmu)
Aðgengilegur í Vestmannaeyjum, Húsavík og á Austurlandi
- Kveikið á Roland vinylskeranum.
- Ákveða lit sem á að nota.
- Setjið efni í Roland vinylskerann. Hægt er að setja efnið í að framanverðu sem og að aftanverðu.
- Láta efnið ná fram yfir ljósnemann sem er framan á vélinni. Skerinn sker á efnið milli hjólanna tveggja.
- Hjólin eru stillt með því að færa þau til ofan á efnið. Vinstra hjólið á að vera staðsett nálægt endanum vinstra megin eða á hvíta breiða svæðið. Hægra hjólið á svo að vera við þá reiti sem eru merktir eru með hvítum miða.
- ATH hægt er að losa um á bakhlið til að setja inn efnið, eftir það verður að læsa bakhliðinni aftur.
- Smellið á pílur upp eða niður sem eru hægra megin á skeranum og veljið Piece ef notaður er bútur en Roll ef notuð er rúlla.
- Síðan er smellt á Enter á vinyl skeraranum.
Útskurður
- Opnið skjal í Acrobat Reader eða Foxit Reader
- Veljið File > Print > Roland GX 24.
- Veljið Preferences > Smella á Get data from Machine.
- Ef notuð er rúlla er þarf að setja lengd skjalsins inn. Smella á File > Properties. Neðarlega á síðunni sést Page size. Seinni talan er lengd skjalsins sem færa þarf inn í File > Print > Properties > length. Setja þá 2 mm meira en hönnunarskjalið er. Þá er smellt á OK.
- Ef notaður er bútur þarf ekki að setja inn lengdina heldur sér skerinn sjálfur um að skanna bútinn og veit því stærð hans.
- Áður en skorið er út þarf að stilla Page Scaling á NONE
- Og taka hakið af Auto Rotate and Centre.
- Smellið svo á OK eða Print.
- Ef hætta á við aðgerð, Unset er smellt tvisvar á Menu á skeranum.
Verkefni 1: Nafnalímmiðar
Hönnum fyrsta límmiðann okkar. Tilvalið til þess að merkja tölvu eða síma.
Verkefni 2: Límmiði fyrir glugga - speglun
Lærum að spegla hönnun þannig að það má nota hana í glugga.
Verkefni 3: Einföld form
Lærum að teikna einföld form og búa til límmiða úr þeim.
Verkefni 4: Flóknari form
Lærum að auðvelda ferlið að teikna flóknari form og búum til límmiða.
Verkefni 5: Vínyl á bol
Lærum að búa til merki fyrir bol eða annan fatnað og að nota pressu til að festa vínyllinn á efnið.
Verkefni 6: Tveir litir í Vínyl
Lærum hvernig má búa til límmiða í tveimur litum.
Verkefni 7: Andlitsmynd í tveimur litum
Lærum að vinna mynd af okkur sjálfum eða öðrum þannig að við fáum límmiða í tveim litum.
Verkefni 8: Límmiði á bol í tveimur litum
Hönnum tveggja lita límmiða fyrir fatnað.
Verkefni 9: Límmiði í 4 eða fleiri litum
Hönnum flókinn límmiða í 4 eða fleiri litum.
Verkefni 10: Rafrás í koparfilmu
Teiknum og skerum einfalda rafrás í vínylskeranum.
Tenglar á kennsluefni á ensku
- Vinylskerar í kennslu. Ivan Sanches í Fab Learning Academy fjallar um vinylskera í kennslu FLA- Vinyl Cutting
- Almennar upplýsingar um vinylskurð:Vinyl and Vinyl Cutters for beginners - Vinyl 101
- YouTube playlist on using Silhouette Studio and the Silhouette Cameo 3 for beginners:
Silhouette Studio tutorial for beginners - Cricut Projects for beginners. Contains lessons on how to use the Cricut vinyl cutter and simple projects for beginners:
Cricut Projects for beginners (playlist)
Um Fab Lab
Fab Lab smiðjur eru frábær vettvangur til nýsköpunar og eru búnar tölvustýrðum tækjum og tólum til þess að gera frumgerðir og efla þekkingu á stafrænni framleiðslutækni.
Akureyri, Austurland, Hornafjörður, Húsavík
Ísafjörður, Reykjavík, Sauðárkrókur, Selfoss, Strandir, Vestmannaeyjar.
Fab Lab Network